top of page

HVENRIG ÁHRIF GETA DÝR HAF Á LÍÐAN FÓLKS?

MAÐURINN OG DÝRIN

Rakel Sól Pétursdóttir
Laugalækjarskóli
10-L

Home: Welcome
köttur.jpg

UM VERKEFNIÐ MITT

Dýr, meira en bara dýr

Dýr eru mikilvægur partur af lífi marga. Ekki bara hundar og kettir, heldur öll dýr. Dýr, þau hlusta, dæma þig ekki, svíkja þig ekki og eru alltaf til staðar. Dýr lengja oft líf mannsins og auka lífsgæði þeirra. Einstaklingur sem á erfitt með að hugsa um sjálfann sig verður færara í því ef það þarf einnig að hugsa um dýr.

Rannsóknir hafa sýnt að hundahald dragi úr stressi, bæti andlega heislu og geti styrkt sjálfsöryggi eigenda sinna. Að eiga hund dregur úr einmannaleika og margir hundaeigendur hafa fundiði virkt og skemmtilegt félagslíf í tegnsl við hunda.

Hundurinn hvetur eigandann til að taka þátt í lífinu sínu, fara út í göngutúra og gefur honum nýjan tilgang.

Home: Homepage_about
DSC00787.JPG

ANDLEG HJÁLP FRÁ DÝRUM

Þunglyndir einstaklingar eiga það til að einangrast frá samfélaginu og eru heimakærari en gott getur talist. Samkvæmt rannsóknum UCLA getur hundur bætt líðan hjá þunglyndum. Eigandinn ber ábyrgð á hundinum og getur ekki skorast undan því að sjá ekki um hann.

  • Eigandi þarf að sýna ást og annast hann

  • Eigandi þarf að fara í göngutúra

  • Það skpast dagleg rútína sem dregur úr þunglyndi

  • Snerting við hundinn bætir líðan

  • Með tímanum bætir hundurinn ekki aðeins andlega heilsu eigandans heldur getur hann lækkað blóðþrýsting, dregið úr streitu og bætt nætursvefn

Rannsókn eftir Marine Grandgeorge frá árinu 2012 sýnir að félagshegðun barna með þroskaskerðingu bættist til muna ef börnin fengu hund eða kött eftir 5 ára aldur. Í gegnum hundinn lærðu þau að sýna samúð og bættu félagslegan þroska sinn umtalsvert.

Snerting, gælur og strokur framkalla hormón sem kallast Oxytocin og hún veldur vellíðan. Þegar ekki alltaf er hægt að hafa manneskju sér við hlið getur verið gott að hafa hund við hlið sér. Þetta hefur líka góð áhrif á hundinn.  

Home: About
hundur_og_tölva.jpg

NETKÖNNUN

Ég ákvað að setja könnun á netið og spurja fólk aðeins útí dýrin. ég setti hana inná Facebook, Instagram og Snapchat. Ég fékk skemmtileg svör til baka og hérna eru niðurstöðurnar.

Home: About

NIÐURSTAÐA NETKÖNNUNNAR

Home: About
hjálparhundur__2.jpg

ÞJÓNUSTUHUNDAR

Leiðsögu- og hjálparhundar

Hér á landi er algengt að sérþjálfaðir leiðsögu- og hjálparhundar hjálpa einstaklingum að takast á við t.d. fötlun, flogaköst, blindu, sjónskertu og auðvelda umönnun. Ég tók viðtal við nokkrar konur sem þekkja mikið til þjónustuhunda.

Home: About

VIÐTAL

Þjónustuhundar

Ég tók viðtal við Drífu Gestsdóttur, Auði Björnsdóttur og Rut Vestmann þar sem þær hafa allar reynslu af þjónustuhundum. Ég sendi þeim tölvupóst og bað þær um að svara nokkrum spurningum sem ég lagði fyrir þær. Ég vildi vita aðeins meira um þjónustuhunda og spurði þær meðal annars um kostnað hundanna, hvað tekur langan tíma að þjálfa og hver er munurinn á þjónustuhundum og heimilishundum. Þetta er samantekt yfir svörin sem ég fékk. 
Fólk sem er með t.d. blindu, flogaköst eða stríðir við einhverja erfileika getur nýtt sér þjónustuhunda sér til hjálpar. Það eru til leiðsöguhundar, blindrahundar og almennir hjálparhundar. Sumir halda að heimilishundar séu það sama og þjónustuhundar en það er ekki rétt því þjónustuhundar eru vel þjálfaðir hundar og þeir truflast ekki jafn auðveldlega af umhverfinu. Einnig geta þjónustuhundar gefið eigandanum meira frelsi með því að t.d. opna og loka hurðum, sækja hluti og kveikja á ljósum. Hundarnir hjálpa líka við að ýta undir daglega hreyfingu og er góður félagsskapur fyrir fólk sem á ekki vini. Í dag eru bara tveir sérmenntaðir þjálfarar á landinu, þær Drífa Gestsdóttir og Auður Björnsdóttir. Það er mikil eftirspurn eftir þessum hundum og aðeins 8 starfandi hundar eru á landinu.
Það tekur um 8-10 mánuði að þjálfa hundana og þeir eru tveggja ára þegar þeir eru tilbúnir til afhendingar. Þegar hundurinn hefur náð tveggja ára aldri eða réttara sagt, er orðinn tilbúinn í starfið, þá byrjar hann á að koma í stuttar heimsóknir, vera heilan dag, gista eina helgi, og svo smátt og smátt kemur hann sér fyrir á nýja heimilinu sínu. Eftir nokkrar vikur verður hann svo tilbúinn til afhendingar. Leiðsöguhundar kosta um 3,5 milljónir en almennur hjálparhundar rétt undir 2 milljónum. Algengustu tegundirnar eru Labrador og Golden Retriever og blöndur af þeim tveim tegundum. En það er hægt að nota allar tegundir því það er í raun upplagið og geðslagið í einstaklingnum sem er aðalatriðið. Það skiptir ekki máli hvort að þetta sé hundur eða tík því hundarnir eru geldir og tíkurnar teknar úr sambandi.
Það eru óskráðar reglur um þjónustuhunda og það er að láta þá í friði þegar þeir eru í vinnunni sinni. Samkvæmt reglugerð um hollustuhætti (nr. 941/2002) má starfandi leiðsöguhundur fara með notanda sínum á alla þá staði sem opnir eru almenningi. Má þar nefna allar verslanir, veitingastaði, gististaði, sundstaði, íþróttahús, leikhús, strætisvagna og flugvélar. Notandi á ekki að þurfa að borga undir hundinn þegar ferðast er með hann í samgöngutækjum (t.d. í flugvél) og skal hundurinn ávallt fylgja notanda, og má ekki  vera settur í farangursgeymslu.
Þjónustuhundar eru mikilvægur partur af lífi fólks sem þarf á þeim á halda. Þeir gefa svo mikið af sér sem fólk fattar ekki að hann gerir. Hann er vinur manns sem er alltaf við hlið manns.

Home: About

Hér getur þú horft á myndband um manninn og hesta

HESTAR

Home: About
loppa.jpg

Josh Billings

“A DOG IS THE ONLY THING ON EARTH THAT LOVES YOU MORE THAN YOU LOVE YOURSELF"

Home: Quote
leikur.jpg

Afhverju þetta skiptir mig máli

MÍN REYNSLA

Ég get fullyrt af eigin reynslu að það að eiga dýr, hvort sem það er köttur eða hamstur, gefur þau okkur oftast eitthvað sem mannfólk gefur okkur ekki. Sumir tengjast þó ekki dýrum og þá er það bara þannig. En þeir sem gera það finna oftast fyrir meiri hamingju, það var a.m.k. þannig hjá mér. Ég ólst upp með hund mér við hlið. Ég hafði alltaf átt hund með fjölskyndunni. Fyrst áttum við dachshund sem hét Tumi. Ég stríddi honum eins og ég veit ekki hvað, en þegar ég var 10 ára kvaddi ég hann, það var í fyrsta skiptið sem ég upplifði dauða og mikla sorg. Stuttu seinna kom Bangsi, golden retriever hundur. Rosa fallegur og góður hundur. Mamma fékk slæmt ofnæmi fyrir honum svo hann fór upp í sveit til ömmu minnar sumarið 2015. Ég fann þegar hann fór að það vantaði eitthvað. Einhvern til að taka á móti sér þegar ég kom heim, til að knúsa og dást að.

 Í janúar 2016 fékk ég Leik. Æðislegan og gullfallegan hest. Ég skal viðurkenna að byrjunin hjá okkur var erfið og við erum ennþá að læra á hvort annað. En þetta var bara allt annað líf, betra líf. Hestur er svo sem ekki það sama og hundur en mér leið alltaf vel í kringum hann. Hann veitti mér gleði. Sumarið 2017 kom svo Fródó, dverschnauzer frá Póllandi. Ég var svo glöð yfir að hafa loksins fengið hund. Ég lýg ekki þegar ég segi að hann er algjör mömmu strákur. Það er svo gaman að sjá hvað ég geri hann glaðan. Bara með að vera til gef ég honum tilgang til að vera lifandi. Núna labba ég oft með Fródó  upp í hesthús að sjá um Leik og ég veit um fátt betra. Ég sé þá hvað ég er elskuð og mikilvæg í þessum heimi. Ég get ekki ímyndað mér líf sem þeir eru ekki mér við hlið. Allir ættu að eiga einhvern sem þeir geta leitað til. Ekki endilega hund, bara að hafa einhvern sem er við hliðina á þér eru forréttindi sem allir ættu að hafa.

Home: Inner_about
Home: About
bottom of page